Heildsala

Spil sem eru gerð til að byggja upp sjálfstraust ásamt fallegri hugsun útí almennt lífið, aðstæður og fólkið í kringum okkur

Uppruni og aðeins um spilin og hönnuðinn.

Hæ! Ég heiti Hera Rún og er hönnuður spilanna.

Spilin voru upprunalega gerð fyrir mikilvægustu manneskjuna í lífi mínu, son minn. Ég vildi kenna honum að tala fallega til sín og að hugsa fallega um sig. Spilin hjálpa til við að byggja upp sjálfstraust, auka málforða, og eru með fallegum myndum sem gera þau ennþá meira spennandi. 

Spilin eru fyrir allan aldur en „Kærleiksspil fyrir börn“ eru hugsuð fyrir börn á aldursbilinu 2-12 ára. Kærleiksspilin eru affirmation spil (uppbyggileg orð) sem eru orð og hugsun sem við eigum að kenna okkur og börnunum okkar að sé eðlileg hugsun. 

Fleiri týpur af spilum eins og „Jákvæð líkamsímynd“, „Kærleiksspil fyrir alla“ og fleira sem er í vinnslu. Mikið er lagt í hugsunina á bakvið hvert spil og mikil ást og kærleikur fer í vinnuna. Ég vona að þið njótið góðs af og hugsið og talið fallega til ykkar.